Væntingar

Sat hérna í dag og hugsaði...já gerist stundum. Fór að hugsa um þroska og hvort maður hafi yfir höfuð náð einhverjum þroska á þessum tæpu 417 mánuðum sem ég hef lifað. Svei mér þá...ég held það bara...reyndar varðveiti oft barnið eða kjánann í sjálfum mér og ekki alltaf allir sáttir, en svona er ég bara.

Anyway, ég fór að hugsa um fólk í kringum mig og sé svo marga sem ég elska tæta sig andlega yfir spurningunni "hvað ef" í staðinn fyrir að segja "hvað næst og hvernig get ég fengið sem mest út úr því". Ég stefni á að lifa eftir því á næsta ári og ég vona að þið gerið það líka. Þetta líf er allt of yndislegt til að eyða því í "hvað ef".

Ég vona að þið eigið góð áramót og horfið til baka á allt sem Guð og gæfan hefur gefið ykkur. Það ætla ég að gera. Kannski er þetta þroski ég veit það ekki en ef svo er þá er ég ánægður með að þroskast. Gleymum ekki að segja þeim sem við elskum hversu mikils virði þeir eru. Allt of oft geymum við þessi orð innra með okkur.

kveðja og gleðilegt ár,

Arnar Thor

PS: ekki strengja of mörg áramótaheit...lifið!

Ummæli

Sólrún sagði…
Þetta með áramótaheitin verð ég sérstaklega að taka undir. Svooo satt.
Farðu vel með þig kæri vinur.
Nafnlaus sagði…
Elsku kallinn, það er pottþétt að þú þroskast á réttan hátt, hér eftir sem áður. Hafðu það gott um áramótin, þín vinkona Ásrún.
Arnar Thor sagði…
Þakka ykkur kæru systur og Kolla. Kolla ég var að rifja upp dansinn góða. Strákurinn minn tók svipaða takta um daginn. Varð hugsað til þín :)

kveðja,

Arnar Thor
Nafnlaus sagði…
Blessaður!!!!!!!!!
Strengi 2 heiti ná að semja svo sem eina skáldsögu og ná samningi við Barböru Cartland.... ;)
Sif sagði…
Gleðilegt árið minn kæri og takk fyrir þau gömlu. Hvað ef við hefðu aldrei kynnst?... ég meina, hvenær ætli við hittumst næst?
Hafðu það gott
Nafnlaus sagði…
Vel mælt. Ég tók þetta til mín, og reyni að tileinka mér þetta.

Sjáumst kall.

Vinsælar færslur